Björgvin hitti pirraðan Tiger Woods

Tiger Woods á teig í Dúbaí og miðað við svipbrigðin …
Tiger Woods á teig í Dúbaí og miðað við svipbrigðin hefur teighöggið ekki farið vel. AFP

Það gengur fátt upp í endurkomu Tiger Woods, fyrrverandi besta kylfings heims, sem er að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í rúmt ár.

Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta PGA-móti sínu um liðna helgi, hans fyrsta á mótaröðinni í 15 mánuði, og byrjaði illa á Desert Classic-mótinu í Dúbaí. Hann var fimm höggum yfir pari eftir fyrsta hring.

Handknattleiksmaðurinn Björgvin Hólmgeirsson er búsettur í Dúbaí þar sem hann er að spila, og hann brá sér á mótið. Björgvin náði meðfylgjandi mynd af sér og Tiger á fyrsta hringnum í gær, en ekki virtist kylfingurinn vera mjög hress enda illa gengið á vellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert