Nýliði á toppi heimslistans

Dustin Johnson með verðlaunagrip sinn í gær.
Dustin Johnson með verðlaunagrip sinn í gær. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson komst upp í toppsæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum eftir að hafa borið sigur úr býtum á Opna Genesis-mótinu í golfi um helgina.

Hinn 32 ára gamli Johnson spilaði samtals á 17 höggum undir pari, fimm höggum á undan þeim Scott Brown og Thomas Pieters sem urðu jafnir í öðru sæti. Johnson, sem sigraði Opna bandaríska meistaramótið í fyrra, þurfti að spila síðustu tvo hringina báða í gær þar sem fresta þurfti leik vegna veðurs.

Johnson var í þriðja sæti heimslistans en fer upp fyrir þá Rory McIlroy og Jason Day, sem voru í næstu tveimur sætum fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert