Andri á möguleika á sigri

Andri Þór Björnsson
Andri Þór Björnsson Ljósmynd/GSÍ

Andri Þór Björnsson úr GR er í baráttunni um sigurinn á golfmóti sem fram fer á Spáni en hann hefur spilað tvo hringi á samtals átta höggum undir pari. 

Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni sem spiluð er á Norðurlöndunum yfir sumartímann. Andri átti magnað hring í gær og lék þá á 65 höggum og í dag var hann á 70 höggum. 

Andri er í 4.-6. sæti en fyrir ofan hann eru þrír Svíar á tólf, ellefu og níu höggum undir pari. Andri er því fjórum höggum á eftir efsta manni og þarf því allt að ganga upp hjá honum á lokahringnum á morgun til að hann eigi möguleika á sigri. 

Þrír aðrir Íslendingar eru á meðal keppenda í mótinu. Guðmundur Kristjánsson GR er á -4 í 21. sæti, Haraldur Franklín Magnús GR í 29. sæti á -3 og Axel Bóasson Keili í 57. sæti á +1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert