Rory McIlroy snéri aftur

Rory McIlroy
Rory McIlroy AFP

Rory McIlroy snéri aftur á golfvöllinn í gærkvöldi eftir meiðsli þegar WGC Mexiko Championship hófst á PGA-mótaröðinni. 

McIlroy lék vel og er í toppbaráttunni á þremur höggum undir pari. Er hann höggi á eftir efstu mönnum en sex kylfingar léku á fjórum undir pari. Í þeim hópi eru reynsluboltarnir Phil Mickelson og Lee Westwood en Mickelson sigraði síðast á móti þegar hann vann Opna breska meistaramótið 2013. 

McIlroy var frá keppni í sjö vikur en hann brákaði rifbein og gaf sér góðan tíma í endurhæfingu. McIlroy sagði á blaðamannafundi í vikunni að styrktarþjálfunin sem hann sinnti á meðan hann var frá keppni hafi gert sér gott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert