Spieth blandar sér í baráttuna

Jordan Spieth er heitur í dag.
Jordan Spieth er heitur í dag. AFP

Allir kylfingarnir hafa nú lokið fyrri níu holunum á þriðja hring Masters-mótsins á Augusta National. Jordan Spieth hefur blandað sér í baráttuna fyrir alvöru þrátt fyrir að hafa fengið 9 á 15. holuna á fyrsta hringnum. 

Charley Hoffman neitar að gefa eftir og er á sex höggum undir pari samtals. Hann er tvö högg undir pari í dag. Hann og Sergio Garcia eru í síðasta ráshópnum. Garcia er á pari í dag og samtals á fjórum undir pari. 

Spieth er einnig á fjórum undir pari og á fjórum undir samtals í dag eftir 14 holur. Spieth fékk fugla á 16. og 18. holu í gær og kom sér þá á parið samanlagt. 

Tveir kunnir kappar eru nú á þremur undir samtals eftir 14 holur. Ólympíumeistarinn Justin Rose og Adam Scott sem einu sinni hefur unnið Masters. Rose er á tveimur undir í dag og Scott á þremur undir í dag.

Rickie Fowler er á höggi yfir pari í dag og samtals á þremur undir sem og Ryan Moore. 

Gamli maðurinn Fred Couples er enn undir pari, 57 ára gamall. Raunar á tveimur undir pari og er á höggi undir pari í dag eftir 13 holur. 

Charley Hoffman
Charley Hoffman AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert