Hákon Örn heldur forystunni

Hákon Örn Magnússon bætti vallarmet í gær og hélt forystunni …
Hákon Örn Magnússon bætti vallarmet í gær og hélt forystunni í dag. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórisson

Hákon Örn Magnússon, 19 ára kylfingur úr GR, heldur forystunni í karlaflokki á Símamótinu, fjórða móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi þegar tveir hringir er búnir af þremur.

Eftir frábæran 65 högga hring í gær fór Hákon Örn hringinn í dag á 70 höggum, er á sjö höggum undir pari og hefur tveggja högga forystu á Vikar Jónasson, Golfklúbbnum Keili, sem er í 2. sæti  á -5. Vikar lék á 69 höggum í dag.

Reynsluboltinn Heiðar Davíð Bragason, Golfklúbbi Hamars og Dalvíkur, lék best allra í dag, á 68 höggum og er hann í 3. sæt á parinu ásamt Fannari Ingra Steimgrímssyni GHG, Theodór Emil Karlssyni GM, Henning Darra Þórðarsyni, GK, og Hlyni Bergssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert