Ólafía á möguleika á að komast inn á risamótin

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur leikur á sínu fimmta móti á fimm vikum á morgun. Ólafía rétt missti af niðurskurðinum á Manulife Classic-mótinu í Ontaríó í Kanada sem kláraðist í gær.

Ólafía lék hringina tvo á einu höggi undir pari, en niðurskurðurinn var tvö högg undir pari. Mótið sem hún leikur á í dag er úrtökumót fyrir Opna bandaríska risamótið, en aðeins örfáir kylfingar öðlast keppnisrétt á mótinu.

Óljóst er hversu margar komast áfram, en 25 úrtökumót eru haldin um allan heim, þar sem í flestum tilfellum fá tvær til fjórar keppnisrétt. Tvö úrtökumót eru í Bandaríkjunum þessa dagana, sem passa vel inn í dagskrá LPGA-leikmannanna, svo mótið sem Ólafía tekur þátt í á Muskegon-vellinum í Michigan-ríki er afar sterkt. Ólafía lék æfingahring á vellinum á laugardaginn, en hefði hún náð niðurskurðinum í Kanada, væri hún að leika völlinn í fyrsta skipti í dag.

Leikur á afar sterku úrtökumóti

„Úrtökumótið leggst vel í mig, það eru mjög margir LPGA-leikmenn sem taka þátt í þessu úrtökumóti þannig að ég mun gera mitt besta. Ég er ekki með ofurháar væntingar en ég gæti alveg komist í gegn. Það er ekki vitað hversu margar komast í gegn, en við fáum að vita það í dag. Völlurinn er frekar erfiður og það er mikill vindur hérna.“

Sjá allt viðtalið við Ólafíu Þórunni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert