Gísli hélt ekki sama flugi í dag

Gísli Sveinbergsson.
Gísli Sveinbergsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Gísli Sveinbergsson náði ekki að halda alveg sama dampi á öðrum degi á Breska áhugamannamótinu í golfi í dag, en hann var efstur eftir fyrsta hring í gær.

Leikið er á tveimur völlum á mótinu og í gær spilaði hann á hinum svokallaða Prince‘s-velli og var þá á 64 höggum eða 8 höggum undir pari. Í dag spilaði hann hins vegar hinn völlinn, Royal St. George‘s sem er víðfrægur völlur, og var þá á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann fékk einn fugl, tvo skolla og einn skramba.

Hann er því samtals á fimm höggum undir pari, en ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag. Sem stendur er hann jafn fleiri kylfingum í 9.-18. sæti. Fyr­ir­komu­lag móts­ins er með þeim hætti að kylf­ing­arn­ir leika 36 holu högg­leik og þá tek­ur við út­slátt­ar­keppni þar sem spiluð er holu­keppni, maður á mann. 

Rúnar Arnórsson úr Keili lék á 68 höggum í dag sem er afar gott skor en var í hins vegar í gær á 77 höggum. Hann kemst ekki áfram og er í 152. sæti. 

Henning Darri Þórðarson úr Keili á eftir að ljúka leik í dag en hann var á 71 höggi í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert