4 milljónir til Barnaspítalans

Ólafía Þórunn og Vicky Hurst léku vel í gær.
Ólafía Þórunn og Vicky Hurst léku vel í gær. Ófeigur Lýðsson

Góðgerðargolfmót Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG fór fram í gær á Leirdalsvelli. Mótið gekk vel og voru 65 keppendur í mótinu auk atvinnukylfinga sem skiptust á að leika með mismunandi ráshópum. Þar á meðal voru fjórir LPGA-kylfingar, en Gaby Lopez tognaði í baki í gærmorgun og var því ekki með.

Valdís Þóra Jónsdóttir gekk í hennar stað, en auk hennar voru Ólafía Þórunn, Sandra Gal, Tiffany Joh og Vicky Hurst með á mótinu. Þær komu allar til landsins beint af Opna breska meistaramótinu, eftir tveggja vikna veru í Skotlandi.

Mótið er fjáröflun fyrir Barnaspítala Hringsins, en samtals söfnuðust fjórar milljónir króna.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Ólafía Þórunn slær á 13. teig.
Ólafía Þórunn slær á 13. teig. Ófeigur Lýðsson
Vicky Hurst slær á 13. teig.
Vicky Hurst slær á 13. teig. Ófeigur Lýðsson
Gaby Lopez meiddist í baki og var því ekki með.
Gaby Lopez meiddist í baki og var því ekki með. Ófeigur Lýðsson
Valdís Þóra Jónsdóttir kom inn fyrir Lopez.
Valdís Þóra Jónsdóttir kom inn fyrir Lopez. Ófeigur Lýðsson
GKG völlurinn er í góðu standi.
GKG völlurinn er í góðu standi. Ófeigur Lýðsson
Ólafía og Vicky Hurst pútta á 13. flöt.
Ólafía og Vicky Hurst pútta á 13. flöt. Ófeigur Lýðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert