Lítið þekktur kylfingur í efsta sæti peningalistans

Matsuyama.
Matsuyama. AFP

Kylfingurinn Hideki Matsuyama er 25 ára gamall Japani og er í þriðja sæti heimslistans. Fæstir vita hver hann er, en hann leikur á PGA-mótaröðinni. Matsuyama fæddist í Matsuyama, höfuðborg Ehime-héraðs á eyjunni Shikoku í Japan. 

Matsuyama vann fyrsta PGA-mót sitt árið 2014, þegar hann sigraði Kevin Na í bráðabana á Memorial-mótinu. Hann varð í fimmta sæti á Masters-mótinu ári seinna og lék með alþjóðlega liðinu í Forsetabikarnum á ný. Síðan þá hefur hann bætt við fjórum sigrum á PGA-mótaröðinni, en besta afrek hans á risamóti var þegar hann endaði í öðru sæti í Opna bandaríska meistaramótinu í júlí síðastliðnum. Þar með komst hann í annað sæti heimslistans, sem er besti árangur japansks kylfings.

Matsuyama lék frábærlega síðasta hringinn á Bridgestone-mótinu um síðustu helgi, 61 högg, og jafnaði þar með vallarmetið. Metið setti Tiger Woods árið 2013, en þá lék Matsyuama með honum og talaði um að það væri ómennskt að leika Firestone-völlinn á 61 höggi. 

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert