GR og GKG Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarasveit GR
Íslandsmeistarasveit GR Ljósmynd/GSÍ

GR er Íslandsmeistari kvenna í liðakeppni í golfi eftir spennandi keppni við GK. GR endaði með 13 vinninga gegn 12 hjá GK. GKG er Íslandsmeistari karla eftir að hafa endað keppni með 13 vinninga, GK var í öðru sæti með 9 1/2 vinning. 

Íslandsmeistarasveit GR samanstendur af; Ásdísi Valtýsdóttur, Berglindi Björnsdóttur, Evu Karen Björnsdóttur, Höllu Björk Ragnarsdóttur, Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Ragnhildi Sigurðardóttur. 

Íslandsmeistarasveit GKG skipa; Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson, Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Haukur Már Ólafsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Arnar Garðarsson. Þjálfari liðsins er Derrick Moore.

Íslandsmeistarasveit GKG.
Íslandsmeistarasveit GKG. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is