Valdís Þóra komin til Stoke

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Golli

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin til Stoke á Englandi en hún hefur þar keppni á morgun í LET Access-mótaröðinni sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu í kvennaflokki.

Þetta er í fimmta sinn sem Valdís keppir í mótaröðinni á þessu ári. Hún er í 34. sæti á stigalistanum í þessari mótaröð en hún er sem kunnugt er með keppnisrétt í LET-Evrópumótaröðinni. Spilaðar verða 54 holur og verður niðurskurður eftir annan hringinn á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert