Valdís Þóra lék á parinu

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir mbl.is/Golli

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á parinu eða 72 höggum í dag á fyrsta keppnisdeginum á móti á LET Access-mótaröðinni, sem er næststerkasta mótaröðin í Evrópu í kvennaflokki, en mótið fer fram í Stoke á Englandi.

Í dag hóf Valdís Þóra leik á 10. teig og hún var á einu höggi undir pari eftir 9 holur en hún fékk tvo skolla og einn fugl á síðari 9 holunum. Mótið er 54 holur og verður niðurskurður eftir annan hringinn á morgun.

Valdís er í 34. sæti á stigalistanum á þessari mótaröð en hún er sem kunnugt er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert