Ágæt byrjun hjá Guðrúnu Brá

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR hófu í gær leik á 1. stigs úrtökumótinu fyrir LET-Evrópumótaröðina í golfi en mótið fer fram í Marokkó.

Guðrún Brá lék hringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir parinu og er í 15. sæti en alls taka 48 kylfingar þátt í mótinu. Guðrún fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Berglind náði sér ekki á strik og lék á 78 höggum eða sex höggum yfir pari en hún fékk einn fugl og sjö skolla.

Spilaðir verða fjórir hringir og þeir 27 efstu komast áfram á lokastig úrtökumótanna.

Staðan á mótinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert