Ísland með einstaka tölfræði í golfheiminum

Haukur Örn Birgisson tekur sjálfu með Íslandsmeisturunum Axeli Bóassyni og …
Haukur Örn Birgisson tekur sjálfu með Íslandsmeisturunum Axeli Bóassyni og Valdísi Þóru Jónsdóttur í sumar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, verður næsti forseti Evrópska golfsambandsins eins og mbl.is greindi frá í gær. Hann kíkti í Magasínið til Huldu og Hvata á K100 í gær og ræddi forsetaembættið og stöðu íþróttarinnar hér á landi.

„Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gangi einna best á Íslandi af öllum Evrópuþjóðunum, ef við tökum fjölgun iðkenda. Það hefur verið fjölgun undanfarin 15 ár þar sem við höfum tvöfaldast, en einnig hlutfall kylfinga af íslensku þjóðinni.

Samkvæmt okkar tölum leika 35 þúsund manns golf á Íslandi mjög reglulega. Það eru 10% þjóðarinnar og þú getur ekki fundið neitt land í heiminum held ég sem hefur slíka tölfræði,“ sagði Haukur meðal annars í Magasíninu, en viðtalið í heild má sjá og heyra hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert