Send heim af slysadeild með hættulegan áverka

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, verður frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina. Hún slasaðist í leik gegn Stjörnunni í deildabikarnum í fyrrakvöld þegar hún fékk slæma byltu. Annað viðbeinið fór úr liði og stakkst afturfyrir bringubeinið og inní brjóstholið.

Hólmfríður gekkst undir aðgerð síðdegis í gær þar sem viðbeininu var kippt í liðinn.

„Hún var mjög kvalin en það furðulega var að hún var þrátt fyrir það send heim af slysadeild í gærkvöld og sagt að þetta myndi lagast. Hún var áfram sárkvalin í morgun og því var leitað til Sveinbjörns Brandssonar sem kom henni þegar í stað í aðgerð," sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, við Morgunblaðið.

Sveinbjörn staðfesti hver meiðslin hefðu verið og að Björn Zoega hefði framkvæmt aðgerðina, sem hefði heppnast vel. "Þetta er sjaldgæfur en hættulegur áverki því í brjóstholinu voru æðar og taugar í hættu en þetta slapp sem betur fer. Hún verður lengi að jafna sig og ég á frekar von á því að það verði þrír mánuðir en tveir," sagði Sveinbjörn.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert