Bjarki og Gintaras áfram

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is
Allar líkur eru á því að Bjarki Sigurðsson og Gintaras Savukynas haldi áfram sem þjálfarar handknattleiksliða Aftureldingar og ÍBV eftir að hafa stýrt þeim upp í úrvalsdeild karla í vetur. Afturelding vann 1. deildina á mjög öruggan hátt og tók við bikarnum í gær eftir sigur á ÍBV, 34:32, í Mosfellsbænum en Eyjamenn höfðu þegar tryggt sér annað sætið í deildinni.

Guðmundur Pétursson formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar sagði við Morgunblaðið að vilji beggja aðila stæði til þess að Bjarki yrði áfram með liðið og væntanlega yrði gengið frá nýjum samningi við hann innan skamms.

Gintaras, sem lék lengi með Aftureldingu og síðan með Gróttu/KR, og var einn burðarása litháíska landsliðsins um árabil, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn í Mosfellsbænum í gær að eftir væri að semja um framhaldið. Að sögn Eyjamanna er hann hinsvegar þegar farinn að skipuleggja undirbúningstímabil ÍBV-liðsins og í þeirra röðum er allur vilji til að hann haldi áfram hjá félaginu. 2 og 3

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert