Níu marka sigur Valsmanna á Viking Malt

Baldvin Þorsteinsson gerði 11 mörk gegn Viking Malt.
Baldvin Þorsteinsson gerði 11 mörk gegn Viking Malt. Sverrir Vilhelmsson

Valsmenn sigruðu Viking Malt frá Litháen af öryggi, 28:19, í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fór í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Baldvin Þorsteinsson var atkvæðamestur Hlíðarendapilta og skoraði 11 mörk en Arnór Gunnarsson gerði 4. Liðin mætast aftur á morgun kl. 17.30 og ljóst er að mikið þarf að fara úrskeiðis hjá Valsmönnum, eigi þeir ekki að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem mótherjarnir verða Gummersbach, Celje Lasko og Veszprém.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert