Guðjón Valur fer í aðgerð á öxl á morgun

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is

Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður fer í aðgerð á öxl í fyrramálið í Þýskalandi en hann fór úr axlarlið á vinstri öxl á upphafsmínútum í leik Gummersbach og Balingen s.l. laugardag. Guðjón sagði við mbl.is rétt í þessu að líklega yrði hann frá í allt að þrjá mánuði en hann stefnir á að ná fullum styrk í öxlina fyrir Evrópumeistaramótið í janúar á næsta ári. Aðgerðin á Guðjóni verður framkvæmd í Dusseldorf en þetta er önnur aðgerðin sem Guðjón fer í á þessu ári en hann fór í speglun á hné í ágúst.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert