Rakel og Ólafur handknattleiksfólk ársins

Rakel Dögg Bragadóttir er handknattleikskona ársins.
Rakel Dögg Bragadóttir er handknattleikskona ársins. Sverrir Vilhelmsson

Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Rakel Dögg Bragadóttir hefði orðið fyrir valinu sem leikmaður ársins í kvennaflokki hjá sambandinu og Ólafur Stefánsson í karlaflokki.

Í umsögnum frá HSÍ segir:

Rakel Bragadóttir er 21 árs gömul, fædd 24. maí 1986.  Rakel hefur alla tíð leikið með Stjörnunni og er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar.  Rakel hefur verið burðarás í liði Stjörnunnar þó hún sé ung að árum og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd.  Rakel hefur leikið 90 leiki í efstu deild og skorað í þeim 406 mörk.  Þá hefur Rakel verið einn af burðarásum kvennalandsliðsins og er fyrirliði þess og hefur Rakel leikið 45 landsleiki og skorað í þeim 146 mörk.

Ólafur Stefánsson er 34 ára gamall, fæddur 3. júlí 1973. Ólafur hóf að leika handknattleik með Val ungur að aldri og lék með félaginu upp alla yngri flokkana. Ólafur gerðist atvinnumaður með þýska liðinu Wuppertal 1996, en gekk síðan til liðs við Magdeburg og lék með því liði til ársins 2003 en þá gekk hann til liðs við spænska liðið Ciudad Real.  Í ár varð Ólafur Spánarmeistari með liðinu. Ólafur hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins sem lenti í 8. sæti á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og hefur Ólafur leikið 254 landsleiki og skorað í þeim 1.204 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert