Guðjón Valur í þrettánda sæti

Guðjón Valur Sigurðsson fæst við Þjóðverjann Christian Zeitz.
Guðjón Valur Sigurðsson fæst við Þjóðverjann Christian Zeitz. AP

Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað flest mörk íslensku handknattleiksmannanna á Evrópumótinu í handknattleik sem nú stendur yfir í Noregi. Hann er í 13. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins með 21 mark, þar af tvö úr vítakasti. Markahæsti leikmaður mótsins er Pólverjinn Karol Bielecki með 31 mark, eða 7,8 mörk að jafnaði í hverjum leik mótsins.

Annar er Slóveninn Ales Pajovic með 30 mörk og Alen Muratovic, Svartfjalllandi, er í þriðja sæti með 28 mörk.

Eftirtaldir hafa skorað mörk íslenska landsliðsins til þessa:

Guðjón Valur Sigurðsson, 21/2

Alexander Petersson, 15

Ólafur Stefánsson, 12/5

Logi Geirsson, 10

Snorri Steinn Guðjónsson 10/2

Róbert Gunnarsson, 8

Vignir Svavarsson, 6

Einar Hólmgeirsson, 5

Ásgeir Örn Hallgrímsson, 4

Hannes Jón Jónsson, 2

Bjarni Fritzson, 1

Jaliesky Garcia, 1

Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson auk markvarðanna, Birkis Ívars Guðmundssonar og Hreiðars Guðmundssonar, hafa ekki skorað mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert