Viggó sagt upp hjá Fram

Viggó Sigurðsson stýrði Fram í síðasta skipti í gær gegn …
Viggó Sigurðsson stýrði Fram í síðasta skipti í gær gegn Akureyri. hag / Haraldur Guðjónsson

Viggó Sigurðsson hefur verið sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik. Þetta staðfesti Viggó í samtali við mbl.is fyrir fáeinum mínútum. Fram situr á botni N1-deildar karla með tvö stig að loknum sex leikjum.

„Ég virði þess ákvörðun stjórnar handknattleiksdeildar og óska liðinu alls hins besta með þeirri ósk að sá sem tekur við af mér takist að snúa gengi liðsins til betri vegar, " sagði Viggó í samtali fyrir stundu.

Ekki hefur verið skýrt frá því hver tekur við þjálfun Fram en von mun vera á tilkynningu frá stjórn handknattleiksdeildar Fram um málið. Talið er Einar Jónson, aðstoðarmaður Viggó, hlaupi í skarðið fyrst um sinn. Það hefur ekki verið staðfest en sennilegt að hann stýri liðinu í bikarleik gegn ÍBV á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert