„Það er til mikils að vinna fyrir okkur“

Árni Þór Sigtryggsson sækir að vörn Hauka í leik liðanna …
Árni Þór Sigtryggsson sækir að vörn Hauka í leik liðanna á Ásvöllum í október en þá skildu liðin jöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lið Akureyrar getur skotist á topp N1-deildar karla í handknattleik í kvöld takist því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli í íþróttahöllinni á Akureyri.

Akureyringar hafa verið á mikilli siglingu en norðanmenn hafa unnið fimm leiki í röð í deildinni og eru stigi á eftir Haukunum, sem eiga leik til góða, en Hafnarfjarðarliðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Gengur ekki á öllum strokkum

,,Það er orðið ansi langt síðan við höfum verið í toppsætinu svo það er til mikils að vinna fyrir okkur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði Akureyrar, við Morgunblaðið í gær.

,,Við eigum enn töluvert inni. Það gengur ekki á öllum strokkum ennþá og það sýnir kannski styrk liðsins. Okkur hefur ekki gengið vel á móti Haukunum í gegnum tíðina og ég vil meina að leikurinn sé ákveðinn prófsteinn á okkar lið,“ sagði Jónatan.

Toppslagurinn á Akureyri hefst klukkan 19 en hálftíma síðar verður flautað til leiks í Digranesi þar sem HK tekur á móti Gróttu. Þar ætti að verða um hörkuslag að ræða, Grótta er í fimmta sætinu með 8 stig en HK hefur 7 stig í sjötta sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert