Stöð 2 Sport sýnir HM í handbolta

Strákarnir okkar hafa glatt íslensku þjóðina með framgöngu sinni síðustu …
Strákarnir okkar hafa glatt íslensku þjóðina með framgöngu sinni síðustu ár. mbl.is/Kristinn

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér rétt til sýninga næstu tveggja heimsmeistaramóta í handbolta samkvæmt tilkynningu frá 365 miðlum. Leikir íslenska landsliðsins, eða strákanna okkar eins og leikmenn liðsins hafa verið kallaðir, á mótinu í Svíþjóð í janúar verða því væntanlega sýndir í lokaðri dagskrá.

RÚV hefur hingað til sýnt frá helstu stórmótum í handbolta.

Heimsmeistaramótið í Svíþjóð fer fram 13.-30. janúar og er ætlunin að gera mótinu góð skil á Stöð 2 Sport auk þess sem valdir leikir verða sýndir í háskerpu.

Íslenska landsliðið vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í janúar á þessu ári og til silfurverðlauna á ÓL í Peking 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert