Kári: Vex ekki skegg á efri vörinni (myndskeið)

Kári Kristján Kristjánsson var rennandi sveittur eftir fyrstu æfinguna í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir leikina gegn Þjóðverjum. Leikirnir eru liður í undankeppninni fyrir Evrópumótið sem fram fer í janúar á næsta ári.

Fyrri leikur þjóðanna fer fram í Laugardalshöllinni annað kvöld klukkan 19.45 en liðið kom saman til æfinga í gær og æfði af krafti í Framheimilinu.

Kári Kristján, líkt og margir aðrir af leikmönnum liðsins, vill endilega styðja átakið sem ber heitið Mottumars en á erfitt með það. Þrátt fyrir mikinn skeggvöxt vex það ekki á rétta staðnum, það er að segja á efri vörinni.

Kári er línumaður og leikur með þýska liðinu Wetzlar.

Kári Kristján Kristjánsson í landsleik.
Kári Kristján Kristjánsson í landsleik. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert