Tveir Bretar á leið í Mosfellsbæinn

Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar. stækka

Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar. mbl.is/Guðmundur Karl

Tveir breskir handknattleiksmenn koma til liðs við úrvalsdeildarlið Aftureldingar fyrir næstu leiktíð. Um er að ræða línumanninn Chris McDermott og vinstri hornamanninn Mark Hawkins sem leikið hefur með neðrideildarliði í Danmörku síðustu ár.

„Við erum ekki að kosta neinu til með því að fá þá til okkar,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar í gær. „Mér barst fyrirspyrn frá Dana sem ég þekki og þjálfar breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana hvort við vildum aðstoða hann og eftir að hafa farið yfir málið þá slógum við til. Ef leikmennirnir geta aukið breiddina í hópnum hjá okkur þá er það fínt,“ sagði Gunnar. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda