Hlynur: Sendur í rútu til Eyja?

„Þegar við breyttum um vörn þá fór ég að fá þau skot á mig sem ég vildi fá," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, sem skellti í lás í síðari hálfleik gegn Fram í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik. Hlynur varði 19 skot og lagði grunn að átta marka sigri Vals, 26:18.

„Það er lagt síðan að ég hef átt góðan leik í Valsheimilinu," sagði Hlynur. Haft hefur verið á orði að það þrufi að senda Hlyn í rútuferð fyrir leiki svo hann hrökkvi í gang en hann átti síðasta stórleik eftir langa ferð Valsmanna til Akureyrar í síðasta mánuði. „Kannski verð ég sendur með rútu til Eyja," sagði Hlynur glaðbeittur eftir leikinn í kvöld en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði. 

Valur mætir ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar sem hefst 22. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert