Örn Ingi er ekki á leið frá Aftureldingu

Örn Ingi Bjarkason reynir að brjótast gegnum varnarmúr.
Örn Ingi Bjarkason reynir að brjótast gegnum varnarmúr. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef ekki í hyggju að leika með öðru liði á Íslandi en Aftureldingu á næsta keppnistímabili. Afturelding er með gott lið og metnaðurinn er mikill. Ég hef ekki ástæðu til að leita annað.“

Þetta sagði Örn Ingi Bjarkason, handknattleiksmaður hjá Aftureldingu, en hann var orðaður við FH á vefmiðlinum fimm einn. „Ég kom af fjöllum þegar ég sá fréttina. Það er ekki fótur fyrir henni,“ svaraði Örn Ingi, spurður um fréttina og hvort hann væri á leið á ný í FH. Örn Ingi lék með FH um skeið og var m.a. Íslandsmeistari með liðinu fyrir þremur árum.

Vangaveltur hafa verið uppi um hugsanleg þjálfaraskipti hjá Aftureldingu, en liðið vann sér sæti í Olís-deildinni á þriðjudagskvöldið undir stjórn Konráðs Olvassonar. Ásgeir Sveinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, sagðist ekkert hafa um málið að segja þegar hann var spurður út í meint þjálfaraskipti í gær. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert