Gunnar með eitt í naumu tapi

Gunnar Steinn Jónsson leikmaður Nantes og íslenska landsliðsins í handknattleik.
Gunnar Steinn Jónsson leikmaður Nantes og íslenska landsliðsins í handknattleik. mbl.is/Eva Björk

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes þegar liðið tapaði naumlega fyrir Montpellier á heimavelli, 26:25, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik í kvöld. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Montpellier var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, í Palais des Sports de Beaulieu íþróttahöllinni í Nantes. Uppselt var á leikinn. Áhorfendur voru fimm þúsund. 

Slóveninn Dragan Gajic reyndist Gunnari Steini og samherjum erfiður. Hann skoraði 12 mörk fyrir Montpellier. 

Liðin eigast við á nýjan leik á heimavelli Montpellier á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert