Markvörður Hauka í landslið Litháens

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka er kominn í landslið Litháens.
Giedrius Morkunas, markvörður Hauka er kominn í landslið Litháens. mbl.is/Golli

Giedrius Morkunas markvörður Hauka í Olísdeild karla í handknattleik hefur verið valinn í landslið Litháens í fyrsta sinn. Morkunas tekur æfir með Litháen í lok maí, en liðið leikur svo á alþjóðlegu æfingamóti í Kaunas um mánaðamótin maí/júní. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.

Litháen leikur svo gegn Rússlandi í tveimur umspilsleikjum um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem haldið verður í Katar í janúar. Umspilsleikirnir fara fram í júní.

Morkunas gekk í raðir Hauka sumarið 2012 og er því að ljúka sinni annarri leiktíð með Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert