Haukar krækja í markvörð

Halldór Harri Stefánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, og Madalina Puscas, markvörður.
Halldór Harri Stefánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, og Madalina Puscas, markvörður. Ljósmynd/Haukar

Handknattleiksdeild Hauka heftur náð samkomulagi við Madalinu Puscas, sem er 22 ára markvörður um að leika með kvennaliði félagsins í Olís-deild kvenna á næsta keppnistímabili. 

Puscas var þriðji markmaður í meistaraliði H.C.M Baia Mare í Rúmeníu á síðasta keppnistímabili. 

Haukaliðið hafnaði í sjöunda sæti á síðasta keppnistímabili í Olís-deild kvenna og komst í undanúrslit í Coca-Colabikarnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert