Markmiðið var að fara út

Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Sigurbergur Sveinsson, Haukum. Morgunblaðið/Eva Björk

„Þegar ég kom heim fyrir tveimur árum var það eingöngu vegna meiðslanna. Ég vildi fá tíma til þess að jafna mig á þeim. Markmiðið var alltaf að komast út í atvinnumennsku á nýjan leik þegar ég væri tilbúinn. Mér þótti rétti tíminn vera kominn,“ segir Sigurbergur Sveinsson handknattleiksmaður, sem nýverið gekk til liðs við nýliða í þýsku 1. deildinni, HC Erlangen, eftir tveggja ára veru hjá bikarmeisturum Hauka.

Sigurbergur flutti út í síðustu viku og hóf æfingar um leið. „Liðið var byrjað að æfa þegar ég kom og því var ekkert annað sem beið mín en að fara á fulla ferð í æfingar,“ sagði Sigurbergur í gær. Hann býr ennþá á hóteli en á von á því að flytjast í íbúð í næstu viku.

Sigurbergur er uppalinn Haukamaður en fór út og lék með Rheinland fyrir fjórum árum og skipti síðan yfir til Hannover-Burgdorf eftir að fyrrnefnda liðið fór í þrot. Eftir það lék Sigurbergur eitt ár með Basel í Sviss en erfið hnémeiðsli settu stórt strik í reikninginn keppnistímabilið 2011/2012 í Sviss. Sigurbergur kom heim að því loknu og hefur síðan verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins og lék m.a. stórt hlutverk hjá Haukum á síðustu leiktíð þar sem liðið varð bikarmeistari, deildarmeistari og deildabikarmeistari en varð að sætta sig við tap fyrir ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins eftir fimm hörkuleiki.

Lengra viðtal er við Sigurberg í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert