Bréfi HSÍ var ekki svarað

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Handkattleikssamband Íslands, HSÍ fékk engin svör hvorki frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF né Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF við fréttatilkynningu sinni frá því í fyrradag, þar sem þess var krafist að Ísland tæki sæti Þýskalands á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Katar á næsta ári og svör skyldu fást í síðasta lagi í gærkvöld.

„Við fengum engin svör í dag,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar Morgunblaðið talaði við hann á ellefta tímanum í gærkvöld.

„Við fengum reyndar viðbrögð frá forseta EHF þar sem hann þakkaði okkur fyrir bréfið en svaraði því ekki,“ sagði Einar sem á þó von á því að fá svar frá EHF við erindinu. HSÍ óskaði eftir því að EHF beitti sér innan IHF gegn reglubreytingu á mótafyrirkomulagi IHF sem barin var í gegn í síðustu viku.

„Það er bara í takt við samskipti IHF að erindi okkar hafi ekki verið svarað í dag. Í raun er voðalega erfitt að tjá okkur meira um málið fyrr en við fáum svör við þeim spurningum sem komu fram í bréfi okkar til IHF í gær.“

Nánar er rætt við Einar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert