Enn eitt áfallið hjá Þorgerði Önnu

Þorgerður Anna Atladóttir var leikmaður Vals 2013 áður en hún …
Þorgerður Anna Atladóttir var leikmaður Vals 2013 áður en hún hélt í atvinnumennsku. mbl.is/Golli

Handknattleikskonan Þorgerður Anna Atladóttir verður frá keppni næstu sex mánuðina efir að meiðsli í öxl tóku sig upp á æfingu með hennar nýja liði, Leipzig í Þýskalandi, í vikunni.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir Þorgerði Önnu sem hefur ekki spilað leik síðan í nóvember á síðasta ári vegna meiðsla. Þá var hún leikmaður Flint/Tönsberg í Noregi en hún samdi við Leipzig um miðjan júlí.

Eftir að hafa samið við Leipzig sagði Þorgerður Anna í samtali við mbl.is að öxlin hennar væri ekki orðin nægilega góð og hún þyrfti því að fara hægt í sakirnar á æfingu með sínu nýja liði. Því miður virðist það ekki hafa dugað til og ljóst að Þorgerður mun ekki spila einn einasta leik á árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert