„Að verða sáttur með hópinn“

Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu.
Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Kári Garðarsson þjálfari Gróttu. Ljósmynd/Grótta

„Við stefnum allavega hærra en á síðustu leiktíð. Ég er að verða nokkuð sáttur með hópinn minn. En við erum þó ennþá að líta í kringum okkur og viljum gjarnan fá öflugan útileikmann sem kæmi þá að utan ef það gengi eftir,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta, við Morgunblaðið í gær eftir að hornamaðurinn Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom til Gróttu frá Val.

Karólína lék upp yngri flokkana og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki í Gróttu. Karólína er annar leikmaðurinn sem snýr aftur á Seltjarnarnesið til Gróttu eftir nokkurra ára veru hjá Val, en fyrr í sumar samdi línumaðurinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir við Gróttu, en Karólína og Anna Úrsúla urðu báðar Íslands- og bikarmeistarar með Val á síðustu leiktíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert