Strákarnir töpuðu fyrir Sviss

Frá viðureign Íslendinga og Svisslendinga í kvöld.
Frá viðureign Íslendinga og Svisslendinga í kvöld. Ljósmynd/eurohandballpoland2014.pl

Íslenska U18 ára landslið karla í handknattleik tapaði fyrir Svisslendingum, 24:22, í síðasta leik sínum í A-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið er í Gdansk í Póllandi.

Þar með varð ljóst að Ísland komst ekki áfram í milliriðil. Svíar urðu efstir með 5 stig.Svisslendingar og Íslendingar komu næstir með 3 stig en Sviss fer áfram þar sem það hafði betur í innbyrðisviðureigninni gegn Íslandi. Serbar urðu neðstir með 1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert