Undirskriftir hjá Akureyringum

Leikmenn Akureyrarliðsins að lokinni undirskrift.
Leikmenn Akureyrarliðsins að lokinni undirskrift. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Í gær var formlega gengið frá samningum við sex leikmenn Akureyrar Handboltafélags. Sigþór Árni Heimisson og Kristján Orri Jóhannsson framlengdu sína samninga en þeir léku báðir með liðinu í fyrravetur.

Sverre Andreas Jakobsson, Ingimundur Ingimundarson, Elías Már Halldórsson og Daníel Örn Einarsson koma allir nýir til leiks en þó er rétt að nefna að Daníel Einarsson lék með Akureyri tvö tímabil frá 2010 til 2012.

Í fréttatilkynningu frá Akureyrarliðinu segir meðal annars;

„Undirritun samninganna fór fram á Glerártorgi að viðstöddum fulltrúum frá Nettó, Sportver og Vífilfelli. Að sjálfsögðu vöktu kapparnir verulega athygli hjá fjölmörgum viðskiptavinum Glerártorgs og greinilegt að margir bíða í ofvæni eftir að handboltatímabilið hefjist á ný.

Margir spurðu um markvörðinn Hreiðar Levý Guðmundsson, því er til að svara að hann er staddur í Noregi en er væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert