Ísraelsmenn strandaglópar í Eyjum

Frá leik ÍBV og Maccabi Rashon Lezion í Vestmannaeyjum.
Frá leik ÍBV og Maccabi Rashon Lezion í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Leikmenn ísraelska liðsins Macca­bi eru sem stendur strandaglópar í Vestmannaeyjum þar sem ófært er í flugi milli lands og Eyja auk þess sem ferjan Baldur er biluð og því eru engar ferðir með henni milli Eyja og Landeyjarhafnar.

Ísraelsmennirnir verða að komast til Keflavíkur fyrr en síðar þar sem þeir eiga bókað flug frá landinu í nótt. Jón Gunnlaugur Viggósson, hjá ÍBV, segir að verið sé að vinna í að koma leikmönnum Macca­bi með skipi Viking Tours til Landeyjarhafnar.

Leikmenn Maccabi léku í dag og í gær við Íslandsmeistara ÍBV í fyrstu umfer EHF-keppninnar og höfðu betur í tveimur viðureignum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert