Bjarki: Eigum ekki að verja forystuna

„Ég held við höfum verið yfir 18:13. Þá tók Valur leikhlé og við fórum að spila alltof varfærnislega. Við vorum að ræða þessar síðustu 12-13 mínútur inni í klefa. Að þó við séum fimm mörkum yfir þá eigum við ekki að fara í að verja forystuna, heldur halda áfram að sækja,“ sagði vonsvikinn Bjarki Sigurðsson þjálfari HK eftir fimm marka tap gegn Val, 27:22 í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

„Við vorum bara klaufar í sókninni síðustu mínúturnar. Við reyndum erfiðar línusendingar, skutum á hæstu mennina þeirra og Bubbi [Hlynur Morthens markvörður Vals] átti náttúrulega ekki í neinum erfiðleikum með þau skot og við fengum hraðaupphlaup í bakið,“ sagði Bjarki eftir leik við mbl.is.

Viðtalið við Bjarka má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert