Arnór Þór með stórleik

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Eva Björk Ægisdóttir

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik í dag með þýska liðinu Bergischer HC þegar það vann GWD Minden, 32:30, á heimavelli í Wuppertal. Með sigrinum færðist Bergischer upp í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar. Liðið hefur nú  sjö stig að loknum sex leikjum.

Arnór Þór var markahæstur hjá Bergischer með átta mörk. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki liðsins en náði sér ekki á strik ef marka má tölfræði leiksins.

Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir HC Erlangen þegar liðið vann sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í dag þegar það fékk Gummersbach í heimsókn, 25:24. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach sem situr í áttunda sæti með sjö stig. HC Erlangen er í 17. sæti af 19 liðum deildarinnar með þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert