Agnar Smári er óbrotinn en tognaður

Agnar Smári Jónsson.
Agnar Smári Jónsson. mbl.is/Kristinn

Agnar Smári Jónsson, örvhent skytta Íslandsmeistara ÍBV, meiddist illa á hægri ökkla í leik liðsins við Aftureldingu í Olísdeild karla á laugardaginn. „Ég lét mynda ökklann og hann er sem betur fer ekki brotinn,“ sagði Agnar Smári við Morgunblaðið í gær.

„Læknirinn segir að um tognun sé að ræða á innanverðum ökklanum sem getur oft verið erfiðara að eiga við en tognanir að utanverðu,“ sagði Agnar Smári og bætti við að ekkert væri annað að gera en taka bólgueyðandi lyf og vona það besta. Ekki er hægt að segja um það á þessari stundu hvort Agnar Smári verður með í leiknum fyrir norðan. „Þessi meiðsli komu á slæmum tíma því ég fann mig afar vel í leiknum þegar ég varð fyrir þessu óhappi,“ sagði Agnar Smári ennfremur.

Annar leikmaður ÍBV, Einar Sverrisson, missti sjón um stund á vinstra auga í fyrrgreindum leik í Mosfellsbæ. Hann jafnaði sig þegar frá leið og hafði í gær endurheimt sjónina á nýjan leik.

Næsti leikur ÍBV í deildinni verður á fimmtudaginn þegar liðið fær HK í heimsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert