„Ótrúlega gaman að vera með á nýjan leik“

Rut Jónsdóttir í landsleik.
Rut Jónsdóttir í landsleik. mbl.is/Eggert

„Það var hreint ótrúlega gaman að vera með í handboltaleik á nýjan leik,“ sagði landsliðskonan í handknattleik Rut Arnfjörð Jónsdóttir í gærkvöldi eftir að hún hafði leikið sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í 10 mánuði.

Rut var í sigurliði Randers sem vann HC Odense, 24:23, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Hún skoraði tvö mörk. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Rutar með Randers. Hún gekk til liðs við félagið í sumar eftir nokkurra ára veru hjá TTH. Rut meiddist illa á vinstri öxl á æfingu íslenska landsliðsins í desember og gekkst undir aðgerð í janúar.

„Ég hef verið rosalega lengi frá keppni og því var tilfinningin mjög góð að vera með í leik á nýjan leik,“ sagði Rut. Leikurinn í Óðinsvéum í gærkvöldi var jafn og spennandi allt til loka en markvörður Randers, Ana Vojcic, tryggði sigurinn með því að verja vítakast á síðustu sekúndu. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert