Kristinn frá ÍR til Fram

Kristinn Bjórgúlfsson er á leið úr herbúðum ÍR yfir í …
Kristinn Bjórgúlfsson er á leið úr herbúðum ÍR yfir í raðir Framara. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson skrifar undir samning við Fram í dag samkvæmt heimildum mbl.is. Kristinn hefur lék með ÍR-ingum í fyrstu fimm leikjum liðsins í Olís-deildinni í haust en var ekki í leikmannahópi liðsins í síðustu viku þegar ÍR mætti Aftureldingu.

Kristinn hefur átt í viðræðum við Framara síðustu daga um hugsanleg vistaskipti og hafa þær leitt til þess að hann hefur ákveðið að söðla um og leika með Fram út þessa leiktíð.

Fram rekur lestina í Olísdeildinni með aðeins tvö stig. Talsvert er um meiðsli í ungum leikmannahópi Safamýrarliðsins og ljóst að Kristinn, sem er leikstjórnandi, kemur inn í hópinn með talsverða reynslu.

Auk þess að leika með ÍR og fleiri liðum hér á landi hefur Kristinn á undanförnum árum leikið í Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Grikklandi.

Ekki er loku fyrir það skotið að Framliðið styrkist enn meira á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert