Snorri markahæstur í sigurleik

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru andstæðingar í …
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru andstæðingar í franska handboltanum í kvöld. mbl.is/Alfons

Snorri Steinn Guðjónsson heldur áfram að fara á kostum með franska liðinu Sélestat. Hann var markahæsti leikmaður liðsins enn einu sinni í kvöld þegar það vann Nimes á útivelli, 32:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik.  Sélestat komst upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en 14 lið eru í deildinni. 

Snorri Steinn skoraði átta mörk og sem fyrr markahæsti leikmaður deildarinnar með 53 mörk í sex leikjum. 

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir Nimes sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Stórlið PSG tapaði óvænt á útivelli Chambéry, 33:32. Róbert Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara PSG að þessu sinni. PSG er í þriðja sæti með átta stig eftir sex leiki, er þremur stigum á eftir toppliðinu, Nantes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert