Áfall fyrir Ísland og Kiel

Aron Pálmarsson verður líklega ekki með landsliðinu í næstu leikjum …
Aron Pálmarsson verður líklega ekki með landsliðinu í næstu leikjum vegna meiðsla. AFP

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson mun ekki leika með Kiel næstu 3-4 vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigrinum á Lübbecke í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.

Aron tognaði í vöðva aftan í læri í leiknum í gær en hafði áður meiðst í mjöðm í leiknum gegn Füchse Berlin um helgina. Þetta er mikið áfall fyrir Kiel sem er einnig með Rasmus Lauge og Filip Jicha á meiðslalistanum.

Auk þess að missa af leikjum með Kiel má ljóst vera að Aron missir af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni Evrópumótsins en liðið mætir Ísrael og Svartfjallalandi 29. október og 2. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert