Þriggja marka tap ÍBV á Ítalíu

Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari ÍBV ræðir við leikmenn sína.
Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari ÍBV ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

ÍBV tapaði í kvöld fyrir ítalska liðinu Jomi Salerno, 27:24, í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik en leikurinn fór fram á Ítalíu.

Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14, en ítalska liðið hafði betur í seinni hálfleik og innbyrti þriggja marka sigur. Síðari leikur liðanna fer fram á sama stað á morgun.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir skoraði 7 mörk fyrir ÍBV, Telma Amado 6 og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert