Gunnar: Við sýndum styrk þegar á reyndi

Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV.
Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV. mbl.is/Eva Björk

„Við brotnuðum ekki. Oft höfum við brotnað við mótlæti á erfiðum útivelli og það er auðvelt þegar þú hefur misst niður tíu marka forskot eins og við gerðum í dag. Við sýndum virkilega andlegan styrk og þegar mest á reyndi þá nýttum við færin sem gáfust. Henrik varði auk þess nokkrum sinnum á mikilvægum augnablikum,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV í samtali við mbl.is eftir góðan útisigur á Haukum á Ásvöllum. 

Gunnar var ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum þá leikurinn hafi vissulega verið kaflaskiptur. „Við erum að vinna í okkar varnarleik þar sem miklar breytingar hafa orðið á okkar mannskap í vörninni. Við misstum Sindra og Maggi spilar nú í miðjunni. Við höfum ekki verið nógu ánægðir með vörnina og höfum þess vegna lagt meiri áherslu á hana. Ég get ekki verið annað en ánægður með vörnina í þessum leik og þá sérstaklega fyrsta korterið þar sem vinnslan var mikil og við stálum boltanum í mörg skipti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert