Haukar unnu HK - ÍBV upp að hlið Gróttu

Vera Lopes skoraði sex mörk fyrir ÍBV sem komst upp …
Vera Lopes skoraði sex mörk fyrir ÍBV sem komst upp að hlið Gróttu í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukar unnu góðan tveggja marka sigur á HK í Digranesi í dag, 25:23, þegar sjötta umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik fór fram. ÍBV, Stjarnan, Valur, Fylkir og Fram fögnuðu sigrum.

HK var einu marki yfir í hálfleik, 12:11. Stórskyttan Marija Gedroit var atkvæðamikil í leiknum og skoraði 12 mörk fyrir Hauka en Þórhildur Braga Þórðardóttir var markahæst HK með 8 mörk.

Fram vann toppslaginn við Gróttu eins og fjallað hefur verið um hér á mbl.is í dag. ÍBV jafnaði því Gróttu að stigum með sigri á Selfossi, 27:24, þar sem Vera Lópes var markahæst með 6 mörk. Fram er efst með 12 stig en Grótta og ÍBV hafa 10.

Stjarnan komst upp í 4. sæti með sigri á FH, 22:16, og Fylkir er með 6 stig lílkt og HK og Haukar eftir sigur á KA/Þór, 23:16. 

Melkorka Mist Gunnarsdóttir markvörður Fylkis átti stærstan þátt í sigrinum á KA/Þór og varði 22 skot. Fylkir sigraði 23:16 og var yfir 11:7 að loknum fyrri hálfleik. 

Valur vann botnslaginn við ÍR af öryggi, 25:17, þar sem Kristín Guðmundsdóttir tók fullan þátt og skoraði sex mörk.

Úrslit dagsins:
HK - Haukar, 23:25
ÍBV - Selfoss, 27:24
Stjarnan - FH, 22:16
ÍR - Valur, 17:25
Fylkir - KA/Þór, 23:16
Grótta - Fram, 23:26

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert