Fram sýndi styrk sinn

Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot að marki Gróttu.
Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot að marki Gróttu. mbl.is/Golli

Fram er eitt taplaust liða í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt Gróttu nokkuð örugglega með þriggja marka mun, 26:23, í uppgjöri liða í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Fram-liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10, eftir að hafa náð frumkvæði þegar skammt var til hálfleiks.

Fljótlega í síðari hálfleik var forysta Safamýrarliðsins orðin fjögur mörk. Eftir það barðist Gróttuliðið við að vinna þann mun upp en hafði ekki burði til þess. Fram-liðið var of sterkt og of vel skipulagt í sínum varnarleik til þess að heimaliðið ætti verulega möguleika á að koma í veg fyrir fyrsta tap sitt í deildinni á þessu keppnistímabili.

Þótt leikurinn á laugardaginn hafi verið slagur tveggja efstu liðanna þá var hann að mörgu leyti slakur. Tæknimistök leikmanna voru á fimmta tuginn sem er algjörlega óviðunandi. Eflaust hefur spenna og reynsluleysi margra leikmanna, ekki síst hins stóran hóps lítt reyndra en lofandi leikmanna Gróttu, leikið þar stórt hlutverk. En samt, þetta var alltof mikið.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert