Stefnan tekin á Pólland

Íslenska landsliðið hefur undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni annað kvöld.
Íslenska landsliðið hefur undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni annað kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Annað kvöld hefst undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik karla. Alls keppa landslið 28 þjóða og skiptast þau niður í sjö riðla. Innan hvers riðils leika allir við alla, heima og að heiman.

Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér, að lokinni riðlakeppninni í júní á næsta ári, keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi síðari hluta janúar 2016. Alls komast 14 lið áfram í lokakeppnina í Póllandi í gegnum riðlakeppnina en 16 lið taka þátt í keppninni. Í hóp þjóðanna 14 bætast landslið gestgjafanna og Evrópumeistarar Frakka sem taka ekki þátt í undankeppninni.

Þetta er í þriðja sinn sem undankeppni EM er með þessum hætti; að leika undankeppnina í riðlinum. Frá árinu 1999 voru leiknir svokallaðir umspilsleikir, þar sem tvö landslið mættust í tveimur leikjum um keppnisrétt í lokakeppni EM.

Íslenska landsliðið verður að þessu sinni í riðli með landsliðum Ísraels, Serbíu og Svartfjallalands. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður við landslið Ísraels í Laugardalshöllinni annað kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Næst berst leikurinn til Bar í Svartfjallalandi á sunnudaginn þar sem Íslendingar og Svartfellingar leiða saman hesta sína.

Sjá fréttaskýringuna í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert